Royal Canin


Velkomin á heimasíðu Skógarkattaklúbbs Íslands!

Við vonum að þú hafir gaman og gagn af að skoða síðuna okkar. Hér geturðu kynnst köttunum okkar í gegnum myndir og sögur. Einnig er hægt að fræðast um staðla og útlit Norskra skógarkatta, sögu þeirra og fleira.
Við erum auðvitað öll sammála um að Norskir skógarkettir séu einstakir og viljum gefa sem flestum tækifæri til að kynnast þeim aðeins betur. Auk þess sem hér gefst félögum tækifæri á að koma á framfæri hugmyndum sínum, fá birtar greinar og skiptast á skoðunum. Til að koma efni á framfæri þarf að senda það á upplýsingarstjóra.

Síðan er rekin af klúbbfélögum með frjálsum framlögum!

Á fundi Skógarkattaklúbbs Íslanda var ákveðið að gera viðmiðunarkaupsamning sem fólk gæti notað til hliðsjónar þegar það væri að gera sína eigin kaupsamninga. Samninginn er að finna undir Til Sölu.



NFO sigurvegarar á sýningu Kynjakatta þann 8. mars 2025

BIS Ungdýr fress Pavarotti frá Dark Rose
BIS Ungdýr læða Norðheima Hera

BIS Geldur fress Norðheima Hypnos

BIS Geld læða Reffilega Rósa á Hlíðarenda

NFO sigurvegarar á sýningu Kynjakatta þann 9. mars 2025

BIS Ungdýr fress Norðheima Hades
BIS Ungdýr læða Norðheima Hera

BIS Geldur fress Norðheima Kalmar
BIS Geld læða Ugglausa Ugla á Hlíðarenda

Best snyrti millisíðhærði kötturinn
Norðheima Hera

Ábendingar um lagfæringar eða breyttar upplýsingar sendist á

skogarkettir@skogarkettir.is

© Skógarkattaklúbbur Íslands 2007