Saga Norskra skógarkatta
Um Norska skógarköttinn
Ræktunarstaðall Norskra skógarkatta
EMS litakóði fyrir Norska skógarketti

Saga Norskra skógarkatta / About the breed
Enginn veit hvaðan Norski Skógarkötturinn kom upprunalega, sumir segja að hann sé afkomandi stutthærðra katta sem fluttust með manninum frá Suður Evrópu og norður eftir á forsögulegum tíma. Árhundruðir og náttúrulegt val hefur síðan orðið til þess, að bara þau dýr sem gátu aðlagast aðstæðum á nýjum og köldum svæðum lifðu af og þróuðu pels sem þoldi bæði kulda og vatn.
Það er varla nokkur vafi á því að Norski Skógarkötturinn hefur lifað villtur í norsku skógunum næstum því eins lengi og það hefur búið fólk þar. Enginn veit hvenær hann nálgaðist manninn og gerðist húsdýr hjá honum, en hann varð fljótt eftirsóttur músaveiðari í norskum hlöðum og fjósum. Norskir sjófarendur tóku hann með sér sem skipskött á ferðum sínum til Evrópu og Ameríku. Það er talin skýringin á því hve mikið finnst af síðhærðum húsköttum í þessum löndum, sérstaklega í Normandí. Þessir kettir hafa samt ekki sömu einkenni og Norski Skógarkötturinn í Noregi.
Á síðustu árum hefur komið upp sú tilgáta að á tímum Svarta dauðans í Noregi, þegar margir sveitabæir lögðust í eyðu og skógarkötturinn þurfti aftur að flýja til skógar, hafi orðið enn ein aðlögun á útliti hans og þá fyrst hafi pelsinn sem hann er þekktur fyrir í dag þróast.

Truls

Áður fyrr var skógarkötturinn algeng sjón í norskum sveitum og naut engrar sérstakrar virðingar, fólk talaði jafnvel niðrandi um hann. Það var fyrst í kringum 1930 að fólk fór að veita skógarkettinum verðskuldaða athygli og tala um að fá hann viðurkenndan sem sérstaka tegund. Þessi áhugi lagðist síðan niður vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Það var svo ekki fyrr en á árunum 1950-1960 að umræðan komst aftur í gang. Eftir að félag norskra kattaræktenda var stofnað 1963 var viðurkenning norska skógarkattarins helsta baráttumál þeirra. Það hafði orðið gífurleg þróun í Noregi á þessum tíma og sveitir lögðust í eyði og þorp og borgir komu í staðinn. Þar voru lífsskilyrði stutthærðu húskattanna mjög góð, þeir höfðu húsaskjól og mat. Allt í einu vöknuðu menn við það að gömlu síðhærðu skógarkettirnir þeirra voru orðnir sjaldgæf sjón miðað við það sem áður var. Þetta á sér erfðafræðilegar skýringar, því þegar stutthærður og síðhærður köttur para sig er það stutthærða genið sem er ríkjandi og meirihluti kettlinganna verður stutthærður.
Fleiri og fleiri áhugamenn um ræktunina bættust við og árið 1975 stofnuðu þeir eigið félag "Norsk Skogkattring". Takmarkið var að fá skógarköttinn viðurkenndan sem tegund hjá FIFe (alþjóðasamtök kattaræktenda). Mikil vinna lá framundan, það varð að finna nógu marga ketti til að hægt væri að hefja ræktun án þess að þurfa að skyldleikarækta dýr. Frumherjarnir í Norsk Skogkattring ferðuðust um Noreg þveran og endilagan til að skrá það sem nothæft var af dýrum til sveita. Í bæjum voru skógarkettirnir orðnir það blandaðir öðrum tegundum að lítið var hægt að nota af köttum þaðan, og var aðallega leitað á einangruðum og afskekktum stöðum. Það þurfti líka að setja staðal fyrir útlit tegundarinnar og prótótýpan varð hinn landsfrægi Truls, fyrsti Norski Skógarkötturinn til að fá viðurkenningu hjá FIFe árið 1977.

© Skógarkattaklúbbur Íslands, 2000

Efst á síðu
Um Norska skógarköttinn

Norski skógarkötturinn er stór og sterklega byggður köttur. Hann er frekar seinþroska og fresskettirnir eru t.d. ekki fullvaxnir fyrr en um 4 ára aldur, en læðurnar um 3ja ára aldur. Það er ekki fyrr en þá að þeir hafa náð fullri líkamsþyngd. Það er mikill stærðarmunur á kynjunum, læðan er 3,5-4,5 kg á meðan fressið er 5,5-7,0 kg. Þar sem skógarkettir eru mjög seinþroska kyn er erfitt að sjá hvernig kettlingarnir komi til með að líta út sem fullorðnir fyrr en við 10 mánaða aldur.
Munurinn á sumar- og vetrarfeldi er mjög mikill. Á veturna hefur hann þykkan og mikinn feld. Þá ber mikið á glæsilegum hálskraganum og svokölluðum stuttbuxum (það eru löng hár á afturfótunum). Þegar fer að hlýna þynnist allur feldurinn og kraginn hverfur. Hárin á afturfótunum eru þó áfram lengri og litlar breytingar verða á skottinu. Þó skógarkötturinn hafi upprunalega verið villtur úti í náttúrunni þrífst hann vel sem inniköttur hafi hann ekki kynnst öðru. Mikilvægt er að hann hafi góðan klórustaur. Skógarkötturinn hefur mjög góða skapgerð. Hann er gæflyndur og fjörugur þó hann sé hin mesta veiðikló. Þeir hafa yfirleitt sterk persónuleg einkenni og una sér vel innan um börn og önnur dýr. Læðurnar eru mjög kvenlegar og fressin mjög karlmannleg. Oft tengjast skógarkettirnir einni ákveðinni manneskju í fjölskyldunni sterkum böndum.

Á Íslandi hefur það tíðkast að allir hálfsíðhærðir kettir væru kallaðir Norskir skógarkettir, hvort sem þeir hafa haft ættbækur eða ekki, þetta er alrangt. Til að hægt sé að kalla kött Norskan skógarkött verður hann að hafa ættbók frá Kynjaköttum eða öðru viðurkenndu kattaræktarfélagi.
Ætli fólk að kaupa hreinræktaðan kött t.d. Norskan skógarkött ætti það að ganga úr skugga um að ættbókin sem fylgir kettinum sé rétt og komi frá Kynjaköttum, sem er eina íslenska kattarræktunarfélagið. Ef ættbók fylgir ekki er engin sönnun fyrir því að kötturinn sé hreinræktaður. Seljendur sem halda öðru fram tala af ábyrgðar- og/eða þekkingarleysi. Viðurkenndum Norskum skógarköttum hefur verið blandað við ketti af öðrum uppruna og afkvæmin kölluð hreinræktaðir Norskir skógarkettir, en afkvæmin eru í raun síðhærðir húskettir. Ekki má rækta Norskan skógarkött með neinni annarri tegund. Sé það gert er hætta á að fá fram einkenni sem ekki eru leyfð hjá Norska skógarkettinum.

© Skógarkattaklúbbur Íslands, 2000

Efst á síðu
Ræktunarstaðall Norskra skógarkatta, tók gildi 1.1.2000

EINKENNI:

ALMENNT: Stærð: Stór köttur
HÖFUÐ: Lögun: Þríhyrningslagað, allar hliðar jafn langar; hátt enni séð frá hlið; ennið örlitíð afrúnað; langur og beinn vangasvipur án brots í línunni.
Haka: Sterkleg.
EYRU: Lögun: Stór, vel opin við rótina; oddmjó með hárbrúskum efst eins á gaupum; einnig eru hárbrúskar út úr eyrunum.
Staðsetning: Sitja hátt og eru vel opin, ystu línur eyrnanna fylgja línum höfðusins niður á höku.
AUGU: Lögun: Stór og ávöl, vel opin, örlítið skásett.
Augnsvipur: Árvökult augnaráð.
Litur: Allir litir leyfðir án tillits til litar á pels.
LÍKAMI: Bygging: Langur og sterklegur; kröftug beinabygging.
FÆTUR: Sterkleg beinabygging og háfættur, afturfætur hærri en framfætur.
Loppur: Stórar, rúnaðar, í réttum hlutföllum við fætur.
SKOTT: Langt og úfið, lágmarkskrafa er að það nái að herðablöðum helst á það að ná upp að hálsi.
FELDUR: Áferð: Hálfsíðhærður. Ullarkenndur undirpelsinn er þakinn vatnsþéttum yfirborðsfeldi gerðum úr löngum, grófum og glansandi hárum sem þekja bak og hliðar. Köttur í fullum pels hefur "skyrtubrjóst", makka og "stuttbuxur".
Litur: Allir litir eru leyfðir, einnig allir litir með hvítu. Einu litirnir sem ekki eru leyfðir eru "síamsmynstur" og súkkulaði, lilla, kanil og drapplitur. Engin takmörk eru fyrir magni á hvítum lit, hann má vera t.d. blesa á trýni, hvít á bringunni, hvítt á maganum, hvítar lopuur o.s.frv.

GALLAR:

ALMENNT: Litlir og fínbyggðir kettir.
HÖFUÐ: Kringlótt eða ferkantað höfuð; vangasvipur með broti (ekki beinn).
EYRU: Lítil eyru; of langt á milli eyrna; eyru of þétt saman.
FÆTUR: Stuttir fætur; mjóir fætur.
SKOTT: Stutt skott.
FELDUR: Þurr feldur; hnýttur feldur með flókum; of silkikenndur.

STIGAGJÖF:

HÖFUÐ: Lögunin almennt, trýni, vangasvipur, kjálki og tennur, haka 20
EYRU: Lögun, stærð og staðsetning 10
AUGU: Lögun, augnsvipur 5
LÍKAMI: Lögun, stærð, beinabygging, fætur, lögun á loppum 25
SKOTT: Lengd og lögun 10
FELDUR: Gæði og áferð, lengd 25
ÁSIGKOMULAG:   5
SAMTALS:   100

Efst á síðu
EMS litakóði fyrir Norska skógarketti

Hópur I - Non-agouti

NFO n - Svartur
NFO a - Blár

Gruppe II - Non-agouti & hvítt

NFO n 09 - Svartur/hvitur
NFO a 09 - Blár/hvítur

Gruppe III - Agouti

NFO n 22 - Svart marmarabranda
NFO n 23 - Svart tígurbranda
NFO n 24 - Svart doppubranda
NFO n 25 - Svart títubranda
NFO a 22 - Blá marmarabranda
NFO a 23 - Blá tígurbranda
NFO a 24 - Blá doppubranda
NFO a 25 - Blá títubranda

Gruppe IV - Agouti & hvítt

NFO n 09 21 - Svart bröndótt/hvítt
NFO n 09 22 - Svart marmarabranda/hvítt
NFO n 09 23 - Svart tígurbranda/hvítt
NFO n 09 24 - Svart doppubranda/hvítt
NFO n 09 25 - Svart títubranda/hvítt
NFO a 09 21 - Blá bröndótt/hvítt
NFO a 09 22 - Blá marmarabranda/hvítt
NFO a 09 23 - Blá tígurbranda/hvítt
NFO a 09 24 - Blá doppubranda/hvítt
NFO a 09 25 - Blá títubranda/hvítt

Gruppe V - Rauð, Krem og þrílitatilbrigði, agouti og non-agouti

NFO d - Rauð
NFO e - Krem
NFO f - Svartþrílit
NFO g - BláKrem
NFO d 22 - Rauð marmarabranda
NFO d 23 - Rauð tígurbranda
NFO d 24 - Rauð doppubranda
NFO d 25 - Rauð títubranda
NFO e 22 - Krem marmarabranda
NFO e 23 - Krem tígurbranda
NFO e 24 - Krem doppubranda
NFO e 25 - Krem títubranda
NFO f 22 - Svartþrílit marmarabranda
NFO f 23 - Svartþrílit tígurbranda
NFO f 24 - Svartþrílit doppubranda
NFO f 25 - Svartþrílit títubranda
NFO g 22 - BláKrem marmarabranda
NFO g 23 - BláKrem tígurbranda
NFO g 24 - BláKrem doppubranda
NFO g 25 - BláKrem títubranda

Gruppe VI - Rauð, Krem og þrílitatilbrigði, agouti og non-agouti & hvítt

NFO d 09 - Rauð/hvítt
NFO e 09 - Krem/hvítt
NFO f 09 - Svartþrílit/hvítt
NFO g 09 - BláKrem/hvítt
NFO d 09 21 - Rauð bröndótt/hvítt
NFO d 09 22 - Rauð marmarabranda/hvítt
NFO d 09 23 - Rauð tígurbranda/hvítt
NFO d 09 24 - Rauð doppubranda/hvítt
NFO d 09 25 - Rauð títubranda/hvítt
NFO e 09 21 - Krem bröndótt/hvítt
NFO e 09 22 - Krem marmarabranda/hvítt
NFO e 09 23 - Krem tígurbranda/hvítt
NFO e 09 24 - Krem doppubranda/hvítt
NFO e 09 25 - Krem títubranda/hvítt
NFO f 09 21 - Svartþrílit bröndótt/hvítt
NFO f 09 22 - Svartþrílit marmarabranda/hvítt
NFO f 09 23 - Svartþrílit tígurbranda/hvítt
NFO f 09 24 - Svartþrílit doppubranda/hvítt
NFO f 09 25 - Svartþrílit títubranda/hvítt
NFO g 09 21 - BláKrem bröndótt/hvítt
NFO g 09 22 - BláKrem marmarabranda/hvítt
NFO g 09 23 - BláKrem tígurbranda/hvítt
NFO g 09 24 - BláKrem doppubranda/hvítt
NFO g 09 25 - BláKrem títubranda/hvítt

Gruppe VII - silfur, agouti og non-agouti

NFO ns - Svart smoke
NFO as - Blá smoke
NFO ds - Rauð smoke
NFO es - Krem smoke
NFO fs - Svartþrílit smoke
NFO gs - BláKrem smoke
NFO ns 22 - Svart silfur marmarabranda
NFO ns 23 - Svart silfur tígurbranda
NFO ns 24 - Svart silfur doppubranda
NFO ns 25 - Svart silfur títubranda
NFO as 22 - Blá silfur marmarabranda
NFO as 23 - Blá silfur tígurbranda
NFO as 24 - Blá silfur doppubranda
NFO as 25 - Blá silfur títubranda
NFO ds 22 - Rauð silfur marmarabranda
NFO ds 23 - Rauð silfur tígurbranda
NFO ds 24 - Rauð silfur doppubranda
NFO ds 25 - Rauð silfur títubranda
NFO es 22 - Krem silfur marmarabranda
NFO es 23 - Krem silfur tígurbranda
NFO es 24 - Krem silfur doppubranda
NFO es 25 - Krem silfur títubranda
NFO fs 22 - Svartþrílit silfur marmarabranda
NFO fs 23 - Svartþrílit silfur tígurbranda
NFO fs 24 - Svartþrílit silfur doppubranda
NFO fs 25 - Svartþrílit silfur títubranda
NFO gs 22 - BláKrem silfur marmarabranda
NFO gs 23 - BláKrem silfur tígurbranda
NFO gs 24 - BláKrem silfur doppubranda
NFO gs 25 - BláKrem silfur títubranda

Gruppe VIII - silfur, agouti og non-agouti & hvítt

NFO ns 09 - Svart smoke/hvítt
NFO as 09 - Blá smoke/hvítt
NFO ds 09 - Rauð smoke/hvítt
NFO es 09 - Krem smoke/hvítt
NFO fs 09 - Svartþrílit smoke/hvítt
NFO gs 09 - BláKrem smoke/hvítt
NFO ns 09 21 - Svart silfur bröndótt/hvítt
NFO ns 09 22 - Svart silfur marmarabranda/hvítt
NFO ns 09 23 - Svart silfur tígurbranda/hvítt
NFO ns 09 24 - Svart silfur doppubranda/hvítt
NFO ns 09 25 - Svart silfur títubranda/hvítt
NFO as 09 21 - Blá silfur bröndótt/hvítt
NFO as 09 22 - Blá silfur marmarabranda/hvítt
NFO as 09 23 - Blá silfur tígurbranda/hvítt
NFO as 09 24 - Blá silfur doppubranda/hvítt
NFO as 09 25 - Blá silfur títubranda/hvítt
NFO ds 09 21 - Rauð silfur bröndótt/hvítt
NFO ds 09 22 - Rauð silfur marmarabranda/hvítt
NFO ds 09 23 - Rauð silfur tígurbranda/hvítt
NFO ds 09 24 - Rauð silfur doppubranda/hvítt
NFO ds 09 25 - Rauð silfur títubranda/hvítt
NFO es 09 21 - Krem silfur bröndótt/hvítt
NFO es 09 22 - Krem silfur marmarabranda/hvítt
NFO es 09 23 - Krem silfur tígurbranda/hvítt
NFO es 09 24 - Krem silfur doppubranda/hvítt
NFO es 09 25 - Krem silfur títubranda/hvítt
NFO fs 09 21 - Svartþrílit silfur bröndótt/hvítt
NFO fs 09 22 - Svartþrílit silfur marmarabranda/hvítt
NFO fs 09 23 - Svartþrílit silfur tígurbranda/hvítt
NFO fs 09 24 - Svartþrílit silfur doppubranda/hvítt
NFO fs 09 25 - Svartþrílit silfur títubranda/hvítt
NFO gs 09 21 - BláKrem silfur bröndótt/hvítt
NFO gs 09 22 - BláKrem silfur marmarabranda/hvítt
NFO gs 09 23 - BláKrem silfur tígurbranda/hvítt
NFO gs 09 24 - BláKrem silfur doppubranda/hvítt
NFO gs 09 25 - BláKrem silfur títubranda/hvítt

Efst á síðu

© Skógarkattaklúbbur Íslands